Jólapakkinn er ekki fullkominn fyrr er merkimiðinn er kominn á sinn stað, eins og við flest vitum. Einmitt þess vega gera margir töluverðar kröfur til miðans sem fyrst og fremst á að vera jólalegur. Það er nú ekki verra ef hann er frumlegur, einlægur og fallegur, rétt eins og jólamerkimiðarnir sem framleiddir hafa verið í Glerárskóla undnafarna daga og 10. bekkur verður með til sölu nú fyrir jólin.
Í tengslum við myndmenntakennslu skólans var efnt til samkeppni meðal nemenda sem Aðalbjörg María Ólafsdóttir myndmenntakennari leiddi. Höfundar verðlaunamyndanna fengu í morgun afhentar viðurkenningar fyrir listsköpun sína.
Miðarnir eru nú tilbúnir til sölu í fallegum og jólalegum pokum. Í hverjum poka eru 12 merkimiðar með mismunandi myndum. Pokinn kostar 1.000 krónur og ágóðinn rennur óskertur í ferðasjóð tíundu bekkinga.