Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Marit Törnqvist í heimsókn

Í október kom Marit Törnqvist og heimsótti unglingastig Glerárskóla. Hún lærði myndskreytingar í Gerrit Rietveld listaskólanum í Amsterdag og hefur myndskreytt fjölmargar bækur eftir Astrid Lindgren og hlotið ýmis verðlaun og viurkenningar á ferlinum. Á fyrirlestrinum rakti hún sögu sína og útskýrði hvernig myndsköpun hennar verður til. Hún  sagði að það væri eins og að bein lína lægi frá hjarta hennar og yfir í höndina sem síðan stýrði penslinum eða pennanum. Myndirnar bara birtust á blaðinu án þess að hún hefði mikið fyrir því. Þetta fengum við að upplifa því á nokkrum sekúndum teiknaði hún mynd af barni eins auðveldlega og að drekka vatn. Lýsingar af samskiptum hennar við Astrid Lindgren voru stórskemmtilegar. . Marit sagði að Astrid væri ekkert ósvipuð sögupersónunni Línu Langsokk, mjög sérlunduð, lífleg en alvarleg um leið. Á myndunum má sjá hana að verki.

mar4 mar3 mar2 mar1 marit 3