Eins og ætla má af nafni bókarinnar sótti Brandur Máni, en það er listamannsnafn höfundar, innblástur að verkinu í bækurnar um Kidda klaufa eftir Jeff Kinney.
Á bókarkápu segir: „Máni klaufi er strákur í 8. bekk í ónefndum grunnskóla. Í bókinni fylgjumst við með hugsunum og gerðum Mána í daglegu amstri.“
„Dagbók Mána klaufa“ er fyrsta bók höfundar sem þegar er farinn að huga að næstu bók sinni. Bókin verður til útláns á bókasafni Glerárskóla.