Málþing í Hofi miðvikudaginn 9. mars kl. 16:30 – 19:00
„Útivistarreglur“ barna og unglinga við skjá
Markmiðið með þinginu er að móta viðmið um skjátíma barna og unglinga á Akureyri og þar horft til góðs árangurs af útivistarreglum fyrir sama aldurshóp.
Mikilvægt er að hafa í huga að þessi viðmið geta gagnast jafnt börnum, unglingum sem og fullorðnum, því flest þekkjum við þá tilfinningu að við eyðum óhóflegum tíma við skjá.
Dagskráin byggir á kynningu á viðfangsefninu og síðan umræðu þátttakenda í hópum.
Gert er ráð fyrir að málþingið leggi fram sameiginlega tillögu að viðmiðunum um skjátíma sem fara í kynningu og síðan til loka úrvinnslu hjá Samtaka – samtökum foreldrafélaga á Akureyri og Samfélags- og mannréttindaráði, sem standa saman að útgáfu þeirra og kynningu.
Auglýsing um málþingið í heild hér
Komum saman og mótum samfélagssáttmála um skjátíma.
Skráning á Facebook síðu verkefnisins. Facebook:https://www.facebook.com/vidmid/
Twitter #skjatimi