Nemendur í öðrum bekk fóru í góðan göngutúr blíðviðrinu í morgun. Verkefni spássitúrsins var, utan þess að njóta veðursins, náttúrunnar og samverunnar, að koma auga á fimm vörubíla, fimm báta, nokkra máva og gamlan karl í stígvélum.
Gangan heppnaðist vel og öll markmiðin náðust nema eitt. Nú lýsa krakkarnir í öðrum bekk eftir gömlum karli í stígvélum.