Komandi helgi verður óvenjulega löng hjá nemendum Glerárskóla. Á mánudaginn 30. janúar er skipulagsdagur í skólanum og því engin kennsla. Á þriðjudag og miðvikudag verður ekki hefðbundin kennsla heldur viðtalsdagar. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 2. febrúar.