Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

20150311_173242Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk fór fram í MA miðvikudaginn 11. mars. Í ár mættu til leiks 14 nemendur sem komu frá sjö grunnskólum á Akureyri. Eins og við var að búast stóðu allir þátttakendur sig með mikilli prýði og fullur salur gesta truflaði ekki einbeitingu og yfirvegun nemenda. Dómarar á lokahátíðinni voru Ingibjörg Einarsdóttir, formaður Radda, Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur, Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður og Valdimar Gunnarsson, fyrrverandi kennari við Menntaskólann á Akureyri. Dómnefndin átti ekki auðvelt verk fyrir höndum að velja úr þessum frábæra hópi þátttakenda.

Það eru 15 ár frá því að lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í fyrsta skipti á Akureyri og ávarpaði Vilhjálmur Bergmann Bragason, fyrsti verðlaunahafinn, þátttakendur og gesti. Þá fluttu nemendur í Tónlistarskólanum á Akureyri fjölbreytt tónlistaraðriði undir stjórn Unu Bjargar Hjartardóttur, deildarstjóra Tónlistarskólans á Akureyri, undirleikari var Helena G. Bjarnadóttir.

Þátttakendur frá Gleráskóla höfnuðu ekki í verðlaunasæti í þetta skiptið en stóðu sig engu að síður afar vel og voru Glerárskóla til sóma.