Fulltrúar Glerárskóla þær, Elín Dögg Birnisdóttir og Emma Ósk Baldursdóttir tóku þátt í Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin var að venju í MA í gær, miðvikudaginn 7. mars. Með þeim var einnig Fannar Breki Kárason tilbúinn að hlaupa í skarðið ef þess þyrfti. Þau stóðu sig með mikilli prýði og voru skólanum til sóma. Á myndinni er einnig stuðningslið og bekkjarfélagar lesaranna.