Í dag var rólegur og skemmtilegur uppbrotsdagur í Glerárskóla. Krakkarnir á yngsta stigi komu með spari nesti og horfðu á bíómyndir en krakkarnir á miðstigi og unglinga stigi spiluðu félagsvist í allan morgun.
Þar þurftu þau að brjóta heilann, spekúlera, telja og reikna til þess að fá sem flesta slagi. Þetta þótti sérlega skemmtilegur morgun og ekki spillti fyrir að fá dásamlegt hangikjöt í hádeginu með öllu tilheyrandi.