Á morgun, föstudaginn 21. mars, er alþjóðlegur dagur Downs heilkennis. Við í Glerárskóla tökum þátt í deginum á táknrænan hátt og fögnum fjölbreytileikanum með því að og klæðast litríkum og ósamstæðum sokkum.
Dagsetningin er engin tilviljun heldur afar táknræn því hún vísar til þess að Downs heilkenni orsakast af auka litning í litningi 21. Viðkomandi er því með þrjú eintök af litningi 21 og þar með er dagsetningin komin 21.03.