Það er í senn hátíðlegt, fallegt og krúttlegt að sjá nemendur mæta í sínu fínasta á litlu jólin þar sem prúðbúið starfsfólk skólans tekur á móti þeim og kennararnir leiða skemmtilega og vonandi eftirminnilega stund. Nú í morgun guðaði jólasveinninn á glugga, öllum til mikillar gleði.
Unglingar skólans héldu sín litlu jól í gærkvöldi, eftir að hafa spilað félagsvist fyrr um daginn á meðan yngri nemendurnir skáru út laufabrauð af miklu listfengi.