Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Litlu jólin

Jólin eru komin í Glerárskóla, í það minnsta litlu jólin. Nemendur á unglingastigi hittast í sinni heimastofu í kvöld, fimmtudagskvöld, klukkan 20.00 og eiga hátíðlega og góða stund með umsjónarkennurum sínum.

Nemendur í fyrsta til fjórða bekk mæta á morgun, föstudag, klukkan 8.15 og upplifa sín litlu jól en krakkarnir í fimmta til sjöunda bekk mæta klukkan 9.00.

Þegar litlu jólunum er lokið hefst jólafrí nemenda. Frístund verður opin á föstudag, mánudag og þriðjudag fyrir þá nemendur skólans sem skráðir eru skráðir.

Kennsla hefst að loknu jólaleyfi þriðjudaginn 5. janúar.