Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Litlar breytingar í Glerárskóla

Tilslakanir á sóttvarnarlögum sem tóku gildi á miðnætti hafa lítil áhrif á skólastarf í Glerárskóla að því undanskildu að nú þurfa nemendur á unglingastigi ekki að bera grímur í skólanum og geta sótt tíma í íþrótthúsinu.

Því verða óverulegar breytingar hjá okkur fram að jólum, eins og sjá má hér:

1.- 4. bekkur – engar breytingar

5. – 7. bekkur – engar breytingar og við minnum á að nemendur þurfa að koma með grímur í skólann þegar list- og verkgreinar eru á stundaskrá því þá fara þeir á milli sóttvarnarhólfa.

8. – 10. bekkur – skipulag eins og áður en nú þurfa nemendur ekki að mæta með andlitsgrímur og tveggja metra reglan á ekki við í stofum. Nemendur fá nú að vera í íþróttahúsi þegar þeir fara í íþróttir og þurfa því að mæta með íþróttaföt þegar íþróttatíminn er á dagskrá.

Við vonum að við fáum að vita sem allra fyrst hvernig sóttvarnarreglum verður háttað á nýju ári og látum vita um leið og það skýrist.