Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga 10:00-12:00

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Listrænar grímur

Krakkar í þriðja og fjórða bekk hafa að undanförnu unnið að ansi metnaðarfullri grímugerð. Fyrsta skrefið var hugmyndavinna og hönnun. Allir þurftu að byrja á að teikna mynd af væntanlegu sköpunarverki áður en andlitið var mótað í gifs. Þegar grímurnar höfðu þornað fengu þær á sig lit og þegar hann var þornaður var lakkað yfir með glæru til að vernda og varðveita gripina.

Krakkarnir eru kampakátir með grímurnar sínar, þótt sóttvarnargildi þeirra sé ansi takmarkað.