List er hvetjandi fyrir skapandi hugsun og sakapandi hugsun er forsenda framfara á flestum sviðum samfélagsins. Þess vegna er mikilvægt fyrir nemendur Glerárskóla að geta skroppið með kennurum sínum í Listasafnið á Akureyri og tekið þar á móti listinni með opnum huga, fengið fræðslu um verkin og innsýn inn í skapandi huga listamanna.
Á dögunum áttu bæði nemendur í tíunda bekk og öðrum bekk ánægjulega stund á listasafninu.