Sumir af elstu nemendum Glerárskóla eru þegar ákveðnir í því hvað þeir ætla að taka sér fyrir hendur þegar þeir ganga héðan út í vor. Aðrir eru enn að pæla, eins og gengur.
Þessa dagana eru nemendur í níunda- og tíunda bekk að heimsækja framhaldsskóla bæði hér á Akureyri og í grenndinni til að kynnast því sem skólarnir eru að bjóða upp á og finna út hvar þeir vilja vera næstu vetur.
Meðfylgjandi myndir voru tekar þegar nemendur í níunda bekk heimsóttu Verkmenntaskólann á Akureyri fyrr í dag. Á sama tíma voru nemendur tíunda bekkjar í heimsókn í Menntaskólanum á Akureyri.