Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Líflegt mót í Boganum

Nú í vikunni tóku nemendur á miðstigi þátt í grunnskólamóti UFA sem fram fór í Boganum, líkt og undanfarin ár. Allir grunnskólarnir á Akureyri tóku þátt og fjórðu bekkingar riðu á vaðið á þriðjudaginn síðan tók fimmti bekkur við á miðvikudaginn, þá sjötti og í dag, föstudag, kepptu nemendur í sjöunda bekk sín á milli.
 
Mikið fjör var í Boganum, liðin lögðu mikið á sig og innan um mátti sjá efnilega keppendur, ef til vill íþróttastjörnur framtíðarinnar.