Hvergi er betra að læra um lífríki ferskvatna en með rannsóknum í ferskvatni, það gefur auga leið. Einmitt þess vegna fór sjöundi bekkur Glerárskóla að Hundatjörninni góðu í Krossanesborgum með háfa, fötur og fleira til að safna sýnum í góða veðrinu í dag.
Uppskeran var ágæt, margvísleg kvikindi synda nú um í krukkum í stofunni þeirra og bíða þess að vera skoðuð og greind.
Já, það er gaman í útikennslu enda grípum við í Glerárskóla hvert tækifærin þegar þau gefast.