Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Lífið í fjörunni

Kenningar eru uppi um að lífið hafi kviknað í flæðarmálinu og þroskast í hafinu áður en fyrstu dýrin skriðu á land. Það er mjög langt síðan þetta var en fjaran er enn þá jafn skemmtileg og heillandi.

Krakkarnir í fjórða bekk fóru í fjöruferð um daginn. Þau gengu niður í Sílabás sem oft hefur verið kölluð baðströnd Glerárhverfis. Þar skemmtu þeir sér við leik og störf – og eins og iðulega lærðu þau sitthvað nýtt með því að skoða og uppgötva.