Í dag, 8. september, er dagur læsis. Í tilefni dagsins lásum við í Glerárskóla heldur meira en alla jafna.
Þegar kennarar voru búnir að taka manntal í morgun, tóku allir upp bók, nemendur og starfsfólk, og lásu saman í 20 mínútur. Þetta var góð byrjun á vikunni og liður í því efla lestraráhuga nemenda.
Reglubundinn lestur eykur færni og undirbýr börnin okkar til frama og þátttöku í atvinnulífinu og samfélaginu öllu. Læsi er leið barna og ungmenna til að taka á móti og greina upplýsingar og er þannig undirstaðan í allri menntun. Að þjálfa nemendur í lestri er mikilvægt og sameiginlegt verkefni skólans og heimilanna.
Æfum okkur, alla daga!