Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til miðvikudags, frá 07:45 til 14:30 á fimmtudögum og á föstudögum til klukkan 14:00.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00..

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Leynivinaleikur á degi gegn einelti

Í dag, föstudaginn 8. nóvember er alþjóðlegur dagur gegn einelti. Þá er lögð áhersá á umræður fræðslu og viðburði til að vinna gegn einelti, hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu.

Í dag efndi hið hugmyndaríka nemendaráð okkar til leynivinaleiks. Allir nemendur drógu sér leynivin úr hópi bekkjarfélaga og sýndu viðkomandi óvenjumikið vinarþel í dag.

Alla jafna svífur andi vinsemdar yfir skólanum en í dag fundum við óvenjulega vel fyrir honum.