Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Lestur er bestur!

Það er ekki slæmt að geta byrjað skóladaginn á því að sökkva sér niður í ævintýri og spennu. Lifa með sterkum sögupersónum um stund, gleði þeirra, sorgum, vandamálum og sigrum. Já bókin er frábær og mikilvæg í því sem skiptir okkur miklu máli, að verða læs á lifið sjálft.

Nú stendur yfir lestrarátak á unglingastigi. Í þessari viku byrjar dagurinn á því að allir lesa í sinni kjörbók í 15 mínútur. Í næstu viku byrjar annar tími á 15 mínútna lestri, vikunni á eftir er það þriðji tími og síðan fjórði.

Lestur er bestur!