Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Lestur er bestur!

Í dag lesum við í Glerárskóla, eins við gerum flesta daga. Við skólabyrjun í morgun vorum við í með sérstaka lestrarstund í tilefni af alþjóðadegi læsis en árið 1965 gerðu Sameinuðu þjóðirnar 8. september að alþjóðadegi læsis. Á þessum degi er fólk, hvar sem það er í heiminum, hvatt til þess að skipuleggja læsis- og lestrarviðburði eins og við gerðum hér í skólanum.

Við hófum skólavikuna á rólegri stund, þar sem við opnuðum bók og leyfðum galdrinum að taka völdin. Stafirnir mynduðu orð sem drógu okkur inn í ævintýraheima. Þar gleymdum við okkur og nutum leyndardóma bókarinnar. Margir brostu í kampinn yfir einhverju skemmtilegu, aðrir urðu hissa, jafnvel alveg rasandi og einhverjir pínu hræddir. Já, bókin getur sannarlega verið okkar besti vinur!