Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Lestrarhestar

Það var hátíðleg stund í morgun þegar nemendur í sjöunda bekk tóku þátt í vali skólans fyrir Upphátt – Upplestrarkeppni grunnskólana á Akureyri sem fram fer í næstu viku. Þar mætast fulltrúar allra grunnskóla bæjarins og lesa upphátt og snjallt, bæði sögubrot og ljóð.

Sigurvegarar keppninnar í morgun og fulltrúar Glerárskóla í lokakeppninni eru Natan Dagur Fjalarsson, Karen Hulda Hrafnsdóttir og Guðný Rósa Guðmundsdóttir (varamaður).

Keppnishópinn vaska má sjá á meðfylgjandi mynd.