Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Lesið með tilþrifum

Það ver lesið hátt og snjallt og oft með töluverðum tilþrifum í morgun þegar ellefu nemendur í sjöunda bekk kepptu sín á milli um að vera fulltrúar Glerárskóla í Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri sem haldin verður í menningarhúsinu Hofi þriðjudaginn 7. mars.

Það er mál þeirra sem til þekkja að sjaldan hafi heyrst jafn góður og fallegur lestur í undankeppninni hér í skólanum. Dómnefnd átti í nokkrum erfiðleikum með að velja fulltrúana tvo, en á endanum tókst það. Ísabella Jóhannsdóttir og Sveinn Víkingur Björnsson verða fulltrúar skólans í lokakeppninni. Þau eru hér á myndinni með félögum sínum sem tóku þátt í upplestrarkeppninni í morgun og kennurum sínum Jóhanni Inga Einarssyni og Guðrúnu Þóru Björnsdóttur.