Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Lesið í öllum skúmaskotum

Nú í vikunni er heljarinnar lestrarátak hjá nemendum á yngsta- og miðstigi í Glerárskóla og það er nánast lesið í öllum skúmaskotum og margir lesa af keppi þegar heim er komið.

Krakkarnir keppast við að klára hverja bókina af annarri. Fyrir hverja bók sem þeir lesa vinna þau sér inn sólargeisla, gulan fyrir fyrstu bókina, appelsínugulan fyrir bók númer tvo og rauðan fyrir þá þriðju.

Nemendurnir þurfa líka að skrifa pínulítið. Á hvern geisla rita nemendurnir nafn bókarinnar sem þeir lásu, einnig höfund hennar og í hvaða bekk þeir eru. Geislarnir eru síðan límdir upp á vegg, umhverfis sólina sem þar hefur komið sér fyrir. Það er fróðlegt að sjá hvernig sólargeislunum fjölgar þegar líður á vikuna.