Þótt spennan væri mikil hjá nemendum í fyrsta til fjórða bekk í morgun náðu þeir að ganga rólega með fallegu laufabrauðskökurnar sínar til steikingar í morgun og til baka aftur í stofuna sína. Engar fréttir bárust af kökum sem brotnuðu en heimildum ber saman um að aldrei hafi verið gerðar jafn góðar kökur.
Lögreglan heimsótti sjöunda bekk í morgun og áttu gott spjall við krakkana um stöðu þeirra í samfélaginu og rétt þeirra. Rætt var um margar birtingamyndir ofbeldis og störf lögreglunnar voru kynnt.
Nemendur í þriðja bekk fengu slökkviliðið í heimsókn og fæddust um eldvarnir á heimilinu, sáu fróðlega og skemmtilega teiknimynd og fengu fjölda gjafa.
Þetta var skemmtilegur og fræðandi dagur i Glerárskóla. Með því að smella hér má sjá stutt myndband frá morgninum.