Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Langspilið sló í gegn

Það var heilmikið stuð hjá nemendum á miðstigi síðastliðinn föstudag. Þá fengu þau að kynnast langspilinu, íslenska strokhljóðfærinu en heimildir eru um notkun þess frá 18. öld.

Eyjólfur Eyjólfsson, þjóðfræðingur og söngvari, kom í heimsókn til okkar og var eina kennslustund með hverjum bekk miðstigsins. Hann kynnti hljóðfærið og sögu þess og síðan fengu allir að spila á langspil og merkilegt nokk, börnin voru ansi fljót að ná tökum á hljóðfærinu.

Áður en kennslustundunum lauk hljómaði skemmtilegt samspil um stofuna, þar sem strengir langspilsins voru ýmist slegnir með voldugri álftafjöður en stroknir með þar til gerðum boga.

Við þökkum fyrir góða heimsókn, skemmtun og fróðleik.