Stúlkur úr Íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu mættu í skólann á föstudag og spjölluðu við krakkana og svöruðu spurningum frá þeim. Þetta var skemmtileg stund enda krakkarnir undirbúnir með spurningar sem þeir fengu greið svör við. Síðan fengu allir eiginhandarárritun. Ein af stúlkunum, Lillý Hlynsdóttir, var á heimaslóðum þar sem hún var allan grunnskólann í Glerárskóla.