Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Lalli og töframaðurinn

Krakkarnir á miðstigi skemmtu sér ljómandi vel í gær þegar þeim var boðið að sjá sýninguna Lalli og töframaðurinn.

Uppákoman er hluti af verkefninu List fyrir alla en í verkinu segir af Lalla sem hefur starfað í leikhúsi um árabil. Einn daginn verður honum á í messunni þegar hann mætir klukkutíma of seint í vinnuna. Áhorfendur eru allir mættir en hann á enn eftir að undirbúa sviðið fyrir töfrasýningu dagsins. Krakkarnir fengu því ekki bara að upplifa töfrasýningu heldur einnig að skyggnast á bak við tjöldin við uppsetningu á töfrasýningu Lalla töframanns og upplifa alla þá leikhústöfra og þær uppákomur sem eiga sér stað í því ferli.