Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Læra um umhverfis- og loftslagsmál á Grikklandi

Fjórir nemendur Glerárskóla eru staddir í hafnarborginni Volos í Grikklandi ásamt tveimur kennurum. Þetta eru þær Kristjana Vera, Bergrós Ásta og Gunnella Rós nemendur úr 10. bekk og Eva sem er nemandi í 9. bekk.

Í Grikklandi hitta stúlkurnar krakka frá Danmörku, Ítalíu, Rúmeníu, Austurríki og Grikklandi. Þar vinna nemendurnir saman af margvíslegum verkefnum sem tengjast því sem skiptir okkur öll máli, nefnilega umhverfis- og loftlagsmálum. Vinna þeirra er hluti af stærra verkefnið sem ber heitið „Be a shield around the world“ og er eitt af fjölmörgum verkefnum innan Erasmus+ sem Glerárskóli hefur komið að.

Við erum þess fullviss að stúlkurnar fjórar munu koma heim reynslunni ríkari, því þátttaka í fjölþjóðlegri verkefnavinnu eykur skilning okkar á skoðunum og viðhorfi annarra og er sannarlega góður skóli.