Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Kynna sér loftslagsmál í Rúmeníu

Um þessar mundir eru fjórir nemendur úr 10. bekk og tveir kennarar skólans í Rúmeníu. Ferðin er hluti af Erasmus+ verkefninu „Be a shield around the world“ sem Glerárskóli kemur að. Síðustu tvö ár hafa nemendur skólans unnið að umhverfis- og loftslagsmálum ásamt nemendum frá Danmörku, Ítalíu, Rúmeníu, Austurríki og Grikklandi.

Nemendurnir fjórir, Alexander Örn Sigmarsson, Birkir Orri Jónsson, Dagbjört Rós Hrafnsdóttir og Sunna Þórveig Guðjónsdóttir  hafa þegar kynnt sér sólarorkuver sem fróðlegt verður að heyra þau segja frá eftir að ferðinni líkur.

„Be a shield around the world“ er ansi umfangsmikið verkefni og þáttur Glerárskóla í því er umtalsverður. Nemendur hafa þegar heimsótt Danmörku, Grikkland og Austurríki þar sem þeir kynntu sér nýjungar í orkumálum og unnu að fjölbreyttum verkefnum með jafnöldrum sínum frá öðrum Evrópulöndum, verið á fjarfundum með erlendum jafnöldrum sínum og Glerárskóli hefur tekið á móti erlendum kennurum sem koma að verkefninu. Á sínum tíma var efnt til samkeppni um hönnum merkis fyrir átakið og það var nemandi úr Glerárskóla sem vann þá keppni.

Verkefni sem þetta eru heilmikill skóli fyrir krakkana sem fá tækifæri til þess að taka þátt í því. Auk þess að fræðast heilmikið um málaflokkinn öðlast töluverða reynslu í að tjá sig á erlendum tungumálum og fá að kynnast menningu landanna sem þau heimsækja, því á meðan á dvölinni ytra stendur gista þau hjá jafnöldrum sínum og fjölskyldum þeirra.