Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Kristín Guðrún  kjörin í unglingaráð Samfés

Landsmót Samfés og Landsþing ungs fólks fór fram um nýliðna helgi á Akranesi þar sem um 450 þátttakendur, unglingar á aldrinum 13-16 ára og starfsfólk frá 76 félagsmiðstöðvum víðsvegar að af landinu komu saman. Kristín Guðrún Eggertsdóttir úr Glerárskóla var kjörin í unglingaráð Samfés.

Markmið landsmótsins er að fulltrúar félagsmiðstöðva landsins, þ.e. stjórnir unglingaráða eða aðrir unglingar sem félagsmiðstöðin kýs að senda fyrir sína hönd hafi vettvang til að mynda tengsl og fá nýjar hugmyndir sem hægt er að nýta í starfi félagsmiðstöðvanna.

Dagskrá Landsmóts Samfés er tvíþætt. Annars vegar er unnið í fjölbreyttum smiðjum þar sem markmiðið er að ungmennin taki það sem þau læra með sér heim og miðli reynslu sinni og þekkingu í sinni félagsmiðstöð. Hins vegar er mikið unnið með lýðræðisleg vinnubrögð þar sem unglingar fá tækifæri til þess að segja sínar skoðanir á málefnum sem varða þau. Auk þess er rík áhersla á mikilvægi þess að hitta jafnaldra sína, kynnast nýju fólki og að allir skemmti sér sem best.

Fimm fulltrúar frá félagsmiðstöðinni Himnaríki í Glerárskóla tóku þátt í Landsmótinu í ár: Máney Ósk Arnarsdóttir, Ólöf Berglind Eggertsdóttir, Alís Þóra Guðlaugsdóttir, Kristín Guðrún Eggertsdóttir úr 9. bekk og Hólmfríður Lilja Jóhannsdóttir úr 10. bekk. Þær tóku virkan þátt í allri dagskránni og voru til fyrirmyndar á allan hátt.

Á Landsmóti fer fram árleg kosning í Ungmennaráð Samfés en ráðið samanstendur af 18 lýðræðislega kosnum fulltrúum úr öllum landshlutum. Kristín Guðrún Eggertsdóttir úr Glerárskóla bauð sig fram í ungmennaráð Samfés og var hún kjörin til tveggja ára. Við erum afar stolt af Kristínu og hlökkum til að fylgjast með henni í þessu nýja hlutverki.