List- og verkgreinar eru í hávegum hafðar í Glerárskóla. Þessir kumpánar vinna hörðum höndum að stuttmyndinni „Kóvid morðið“. Þeir vildu ekki gefa of miklar upplýsingar um söguþráð myndarinnar meðan hún er enn á vinnslustigi, utan að á meðfylgjandi ljósmynd má sjá stund milli stríða hjá tveimur lögreglumönnum sem nýta tímann til að tefla skák. Hvítur beitti Sikileyjarvörn.