Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Kósí í kuldanum

Það var kósídagur í dag. Flestir nemendur voru í náttfötum og jafnvel morgunsloppum og þeir sem voru í útikennslu í gaddinum skelltu sér í kuldagallann og nutu þess að finna aðeins fyrir kuldabola. Heitt súkkulaði var í boði, úti sem inni.

Margir föndruðu, aðrir horfðu á bíómynd og enn aðrir tóku á móti verðlaunum fyrir flottustu hurðina. Ein af mörgum hefðum hér í Glerárskóla er að nemendur skreyta hurðarnar að stofnunum sínum og þær eru margar hverjar algert listaverk.

Að mati dómnefndar átti 2. bekkur flottustu hurðina á yngsta stigi en 6. bekkur þá flottustu á miðstigi. Það kemur í ljós eftir helgina hvaða bekkur á unglingastigi er með glæsilegustu hurðina.