Glerárskóli vill koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri komi til verkfalls starfsmanna skólans sem eru í stéttarfélaginu Kili:
• Verkfall hefur verið boðað mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars. Einnig 17. og 18. mars, hafi ekki verið samið fyrir þann tíma og fleiri boðaðir verkfallsdagar hafa verið boðaðir í mars og apríl.
• Verulega skert símsvörun verður í skólanum þessa daga. Foreldrar eru því beðnir um að skrá veikindi barna sinna í Mentor. Staða nemenda sem ekki mæta í fyrsta tíma verður ekki athuguð með símtali, eins og alla jafna. Foreldrum er bent á að senda umsjónarkennara barna sinna tölvupóst, þurfi þeir að koma skilaboðum á framfæri.
• Ekki verður unnt að bjóða upp á hefðbundna íþróttakennslu (leikfimi og sund) vegna verkfalla starfsfólks í íþróttahúsinu. Nemendur þurfa því ekki að taka með sér íþróttafatnað þessa daga.
• Bókasafn skólans verður lokað.