Næsti kennsludagur er þriðjudaginn 25. október. Á morgun, miðvikudag, verður starfsdagur hér í skólanum þar sem boðið er upp á margvíslega fræðslu fyrir kennara og annað starfsfólk. Fimmtudagurinn er viðtalsdagur þar sem forráðamenn mæta með nemendur skólans í viðtöl hjá umsjónarkennurum, þar sem staðan er tekinn og línurnar lagðar fyrir næstu vikur og mánuði.
Langþráð haustfrí tekur síðan við á föstudaginn og heldur áfram út mánudag. Þriðjudaginn 25. október mætum við öll í skólann, úthvíld og spennt til að takast á við ný verkefni.