Skólinn hófst í dag, á þrettándanum, síðasta degi jóla. Nemendum fannst gaman að hittast aftur eftir jólafrí og margir voru ánægðir með að reglufestan væri tekin við með krefjandi verkefnum.
Þegar kíkt var inn um gluggann í einni kennslustofunni í morgun sást að nemendur voru niðursokknir í verkefnavinnu enda kappsamir og duglegir nemendur.