Um mánaðarmótin tóku nemendur í 7. bekk upp kartöflur sem settar voru niður á þemadögum í vor. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og margir sýndu að þeir kunna vel til verka. Þetta var töluverð vinna en stinga þurfti upp garðinn, bera kartöflurnar inn, þvo þær og vigta. Uppskeran var frekar rýr þetta árið en dugði vel til þess að allir sem vildu gátu tekið með sér heim í soðið og síðan er hluti nýttur í heimilisfræðikennslu. (sjá myndir)