Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Kærleikskeðja umhverfis Rósenborg

Nú í vikunni var alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Krakkarnir á unglingastigi fengu þá hugmynd að umvefja skólann hlýju og einlægni. Það gerðu þeir á táknrænan hátt með því að taka saman höndum og mynda mannlega keðju sem náði umhverfis Rósenborg, þar sem kennsla á unglingastigi fer fram um þessar mundir.

Hilmar Friðjónsson kom með dróna og náði ljómandi fínum loftmyndum af kærleikskeðjunni sem sjá má hér.