Síðasti kennsludagur fyrir jól var bæði hátíðlegur og skemmtilegur í Glerárskóla. Öll vorum við í jólaskapi og fest vorum við í fínum jólapeysum á sérstökum jólapeysudegi skólans.
Krakkarnir á miðstigi og unglingastigi sátu við í allan morgun og spiluðu hina árlegu félagsvist af það miklum áhuga að vart mátti heyra hið minnsta hljóð í spilastofnunum. Allir voru með á nótunum og með frasana á hreinu og mátti heyra talað um að einhverjir væru ren, aðrir fengu slemmu og allir vissu hvað nóló merkir.
Kennslu lauk á hádegi í dag en áður en haldið var heim var boðið upp á sannkallaðan jólamat, hamborgarhrygg með brúnuðum kartöflum, sósu og hefðbundnu meðlæti.




