Það hefur kyngt niður snjó í morgun og nú er verulega jólalegt. Starfið í skólanum hefur tekið mið af því.
Strax og hringt var inn klukkan 8.15 í morgun gengu nemendur inn í íþróttahús þar sem Ivan Mendes beið með gítarinn og öll tókum við undir á jólasöngsal.
Í dag lauk lestrarátaki sem miðaði að því að lesa bækur við hæfi og jafnvel aðeins þykkari og örlítið erfiðari en alla jafna. Átakið gekk afar vel eins og sjá má á göngum skólans en bókarkjölur var festur upp fyrir hverja lesna bók.
Einhverjir bekkir voru með kakó- og spilastund, aðrir föndruðu og léku sér en unglingastigið okkar brá sér í bíó í morgun.
Svo munum við eftir jólapeysunni á morgun, þá er nefnilega jólapeysudagurinn mikli í Glerárskóla!


