Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Jólaföndur og nýbakaðar vöfflur

Bekkjaráðin og stjórn Foreldrafélags Glerárskóla verða með hið árlega jólaföndur laugardaginn 2. desember frá kl. 11:00 – 13:00.

Boðið verður uppá fjölbreytt föndur fyrir alla fjölskylduna á D-gangi (gengið inn um íþróttahús).

Nemendur í 10. bekk verða með vöfflusölu til styrktar skólaferðalagi sínu í vor. Veitingarnar kosta einungis 700 kr. en frítt er fyrir leikskólabörn. Eingöngu er hægt að greiða með peningum eða Aur appinu.

Vonumst til að sem flest mæti og eigi notalega stund saman í aðdraganda jólanna.