Laugardaginn 29. nóvember kl. 11 – 13 verður notalega föndurstund fyrir 1. – 10. bekk foreldrar og systkini velkomin með krökkunum. Boðið verður upp á föndur sem hentar öllum aldursstigum. Þetta er tilvalin stund fyrir foreldra og börn að njóta samveru í aðdraganda jóla, skapa minningar og útbúa föndur og gjafir.
Tíundi bekkur verður með basar og ágóðinn verður notaður upp í kostnað við útskriftarferð þeirra í vor. Hægt verður að greiða með peningum og millifærslum.
Gengið inn um B-inngang og fólk er hvatt til að koma gangandi vegna takmarkaðra bílastæða.
Hlökkum til að sjá ykkur,
stjórn foreldrafélags Glerárskóla.


