Það var gaman að sjá nemendur Glerárskóla ganga stolta um í treyjum íþróttafélagsins sem þeir æfa með eða styðja. Það var nefnilega íþróttatreyjudagur hjá okkur og auðvitað bóndadagur líka. Í tilefni dagsins var boðið upp á rammíslenska kjötsúpu og smakk af þorramat.
Fallega logndrífa morgunsins gaf okkur ferskan snjó sem var óþrjótandi byggingarefni. Snjórinn var hæfilega rakur til að byggja stóra og mikla snjókarla. Þessa himnasendingu kunna kátir krakkar að meta.