Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Íþróttameiðsl og erfðafræði

Það er margt sem gleður augað á göngum Glerárskóla. Þar má sjá myndverk nemenda og margvísleg verkefni og kynningar sem krakkarnir hafa unnið að.
Við náttúrufræðistofuna er rekin lítil fréttastofa. Þar hanga uppi fréttir sem birst hafa í fjölmiðlum og tengjast náminu. Níundi bekkur er að læra heilmikið um bein og vöðva. Nemendurnir geta nú lesið sig til á fréttavegg náttúrufræðikennarans um íþróttameiðsl og hversu algeng þau eru.
Nemendur tíunda bekkjar eru að kynna sér erfðafræði og þá er gott að geta lesið á fréttaveggnum um Íslenska erfðagreiningu og hversu framarlega fyrirtækið stendur á heimsvísu.