Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Íþróttahúsið tekið í notkun

Það var stór dagur hjá nemendum og íþróttakennurum Glerárskóla í dag, þegar íþróttahús skólans var tekið í notkun eftir umtalsverðar breytingar og þar með er lokið flakki nemenda milli íþróttahúsa í hverfinu.

Gólf hússins er meðal þess sem endurnýjað var og nú hlaupa nemendur um á fínu parketi. Nýja gólfið bætir húsið verulega því það hentar ekki eingöngu vel fyrir íþróttakennslu heldur bætir það aðstöðu til körfuboltaiðkunar verulega.

Frágangsvinnu við íþróttahúsið er ekki lokið en gert er ráð fyrir því að framkvæmdum ljúki á næstu dögum.