Framundan eru skemmtilegir dagar sem eru svolítið sér íslenskir. Við erum að tala um bolludaginn, sprengidag og öskudag. Á vef Akureyrarbæjar er búið að taka saman upplýsingar um þessa daga og nokkra til viðbótar á pólsku, ensku og einfaldri íslensku. Texti á arabísku er í vinnslu en verður hér, þegar hann er tilbúinn.