Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Ískerti og fleira fallegt

Það var falleg og hátíðleg stund þegar nemendur í fimmta og sjötta bekk skólans fóru niður í Kvenfélagsreitinn eldsnemma einn frostkalda morguninn í vikunni.

Um var að ræða sameiginlega stund nemenda úr list- og verkgreinum þar sem varðeldur var tendraður, kveikt á ískertum og vaxkertum sem krakkarnir bjuggu til, smákökur snæddar sem krakkarnir bökuðu og öllu skolað niður með rjúkandi súkkulaði.

Það eru forréttindi fyrir nemendur Glerárskóla að hafa aðgang fallegum og skemmtilegum svæðum í grennd við skólann þar sem hægt er að vera með útikennslu og upplifa töfrastund eins krakkarnir gerðu við blaktandi kertaljós og snarkandi varðeld.