Nemendur höfðu í nægu að snúast í dag, síðasta kennsludag skólaársins. Yngstu nemendurnir lögðu undir sig íþróttahúsið og breyttust í Tarzan, sveifluðu sér köðlum, stukku hlupu og skríktu af gleði. Það sást til fjórða bekkjar á leikfelli niður í Innbæ og sleikjandi Brynjuís þótt veðrið væri ekki dæmigert ísverður. Fimmti bekkur var með innidag í Síðuskóla þar sem þau hafa haft aðstöðu síðustu vikur vegna vinnu við d-álmu skólans. Sjötti bekkur skellti sér upp á golfvöll og lærði bæði gripið og sveifluna. Sjöundi bekkur spilaði BINGÓ og fleira innivið, áður en hópurinn þeysti af stað í hressandi hjóltúr.
Nemendur á unglingastigi þeyttust út um allan bæ og leystu margvíslegar þrautir sem meðal annars reyndu á þekkingu þeirra á nærumhverfi sínu, útsjónarsemi, samvinnu og lausnamiðaða hugsun. Lausnaleitin var einnig keppni og sigurliðið, Skvísurnar, fengu málsverð á Greifanum að launum.
Þrautirnar sem krakkarnir þurftu að leysa má sjá hér.
Með því að smella hér má sjá fleiri myndir frá deginum.